Mörkin of lítil í leik Ajax og Arsenal: „Aldrei upplifað annað eins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2022 07:30 Það þurfti að laga mörkin í upphafi leiks þar stangirnar höfðu verið færðar. Michael Bulder/Getty Images Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var í raun orðlaus þegar hann mætti í viðtal eftir sigurinn sem tryggði liði hans sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mörkin á heimavelli Ajax voru nefnilega heilum 10 sentímetrum of lítil á breiddina. Arsenal vann 1-0 útisigur á Ajax í síðari leik liðanna í hreinum úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli en Vivianne Miedema skoraði eina mark liðsins og sá til þess að liðið mun leika í deild þeirra bestu framan af vetri. Það var þó annað mál sem stóð upp úr þegar hinn sænski Eidevall mætti á blaðamannafund að leik loknum. „Þetta hefur verið mjög undarleg upplifun hérna. Að spila gegn Ajax, sem er stórt félag, og þurfa að mæla mörkin fyrir leik. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Þetta er mjög skrítið en við getum aðeins stjórnað þeim hlutum sem við höfum stjórn á,“ sagði Svíinn að leik loknum. Ridiculous situation. Goals are uneven, 10cm out. pic.twitter.com/k8bbVTlR5S— Suzy Wrack (@SuzyWrack) September 28, 2022 Evrópumeistarinn Beth Mead fór meidd af velli og Eidevall virtist ekki sáttur með dómara leiksins. Hann taldi að Mead gæti komið af velli þar sem hún væri með heilahristing og annar leikmaður gæti komið inn í hennar stað. Það var ekki hægt þar sem þjálfarinn hafði notað alla þrjá gluggana sem skipta má leikmönnum inn á og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er ekki með sömu reglur og er í gildi á Englandi. Þar má leikmaður koma inn af bekknum ef talið er að leikmaðurinn sem er að koma út af sé með heilahristing. „Við fáum ekkert gefins á vellinum. Það er dæmt á okkur í gríð og erg en við fáum aldrei dæmt okkur í hag fyrir eins brot. Þetta hafa verið erfiðar 90 mínútur, sérstaklega miðað við hvað hefur verið leyft. Því miður kemur það mér ekki á óvart að koma út úr einvíginu með tvo meidda leikmenn.“ No concussion subs after Arsenal did right thing in taking off Mead who had been accidentally headbutted is ridiculous. They should be commonplace. Could hear Eidevall saying what do you mean, no? to official. Arsenal had used 3 sub windows but in WSL could use 1 concussion sub— Molly Hudson (@M0lly_Writes) September 28, 2022 „Það var enginn vafi að Mead þurfti að koma af velli. Vandamálið frá mér séð er að ég spurði fjórða dómara hvort við mættum gera skiptingu vegna höfuðáverka og hún sagði já. Við vorum að gera Linu Hurtig klára til að koma inn á í tvær til þrjár mínútur og þá allt í einu segir fjórði dómari að við megum ekki gera skiptinguna.“ „Við hefðum getað notað þann tíma í að skipuleggja hvernig við ættum að verjast með tíu leikmenn. Þessi misskilningur, ég skil svo lítið. Þetta er svo einföld já eða nei spurning,“ sagði Eidevall einnig áður en hann bætt við að tæklingin á Mead hefði verðskuldað rautt spjald. PASSION. pic.twitter.com/5fJIHilUwT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 28, 2022 „Ég vona bara að það sé í lagi með Mead,“ sagði hinn 39 ára gamli Eidevall að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 28. september 2022 20:30 Guðrún í riðlakeppnina eftir sigur á Svövu Rós Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Rosengård eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigur á norska liðinu Brann þar sem Svava Rós Guðmundsdóttir leikur. 28. september 2022 18:00 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Arsenal vann 1-0 útisigur á Ajax í síðari leik liðanna í hreinum úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli en Vivianne Miedema skoraði eina mark liðsins og sá til þess að liðið mun leika í deild þeirra bestu framan af vetri. Það var þó annað mál sem stóð upp úr þegar hinn sænski Eidevall mætti á blaðamannafund að leik loknum. „Þetta hefur verið mjög undarleg upplifun hérna. Að spila gegn Ajax, sem er stórt félag, og þurfa að mæla mörkin fyrir leik. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Þetta er mjög skrítið en við getum aðeins stjórnað þeim hlutum sem við höfum stjórn á,“ sagði Svíinn að leik loknum. Ridiculous situation. Goals are uneven, 10cm out. pic.twitter.com/k8bbVTlR5S— Suzy Wrack (@SuzyWrack) September 28, 2022 Evrópumeistarinn Beth Mead fór meidd af velli og Eidevall virtist ekki sáttur með dómara leiksins. Hann taldi að Mead gæti komið af velli þar sem hún væri með heilahristing og annar leikmaður gæti komið inn í hennar stað. Það var ekki hægt þar sem þjálfarinn hafði notað alla þrjá gluggana sem skipta má leikmönnum inn á og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er ekki með sömu reglur og er í gildi á Englandi. Þar má leikmaður koma inn af bekknum ef talið er að leikmaðurinn sem er að koma út af sé með heilahristing. „Við fáum ekkert gefins á vellinum. Það er dæmt á okkur í gríð og erg en við fáum aldrei dæmt okkur í hag fyrir eins brot. Þetta hafa verið erfiðar 90 mínútur, sérstaklega miðað við hvað hefur verið leyft. Því miður kemur það mér ekki á óvart að koma út úr einvíginu með tvo meidda leikmenn.“ No concussion subs after Arsenal did right thing in taking off Mead who had been accidentally headbutted is ridiculous. They should be commonplace. Could hear Eidevall saying what do you mean, no? to official. Arsenal had used 3 sub windows but in WSL could use 1 concussion sub— Molly Hudson (@M0lly_Writes) September 28, 2022 „Það var enginn vafi að Mead þurfti að koma af velli. Vandamálið frá mér séð er að ég spurði fjórða dómara hvort við mættum gera skiptingu vegna höfuðáverka og hún sagði já. Við vorum að gera Linu Hurtig klára til að koma inn á í tvær til þrjár mínútur og þá allt í einu segir fjórði dómari að við megum ekki gera skiptinguna.“ „Við hefðum getað notað þann tíma í að skipuleggja hvernig við ættum að verjast með tíu leikmenn. Þessi misskilningur, ég skil svo lítið. Þetta er svo einföld já eða nei spurning,“ sagði Eidevall einnig áður en hann bætt við að tæklingin á Mead hefði verðskuldað rautt spjald. PASSION. pic.twitter.com/5fJIHilUwT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 28, 2022 „Ég vona bara að það sé í lagi með Mead,“ sagði hinn 39 ára gamli Eidevall að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 28. september 2022 20:30 Guðrún í riðlakeppnina eftir sigur á Svövu Rós Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Rosengård eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigur á norska liðinu Brann þar sem Svava Rós Guðmundsdóttir leikur. 28. september 2022 18:00 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 28. september 2022 20:30
Guðrún í riðlakeppnina eftir sigur á Svövu Rós Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Rosengård eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigur á norska liðinu Brann þar sem Svava Rós Guðmundsdóttir leikur. 28. september 2022 18:00