Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 21:11 Atvikið átti sér stað á Heathrow flugvellinum í London. Vísir/Vilhelm Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira