Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 21:11 Atvikið átti sér stað á Heathrow flugvellinum í London. Vísir/Vilhelm Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira