Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2022 07:01 Joe Flacco er leikstjórnandi Jets. Cooper Neill/Getty Images Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27]. NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27].
NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira