Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 14:00 Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém eins og hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og Lemgo síðustu ár. EPA/Tamas Kovacs „Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém. Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur. Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur.
Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira