„Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“ Snorri Másson skrifar 29. september 2022 08:00 Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi. „Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
„Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira