Fótbolti

Heimir sáttur þrátt fyrir tapið: „Þeir sköpuðu sér ekkert í áttatíu mínútur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi með Michail Antonio á hælunum.
Lionel Messi með Michail Antonio á hælunum. getty/Elsa

Þrátt fyrir 3-0 tap fyrir Argentínu var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku, sáttur eftir fyrsta leik sinn með liðið.

Lionel Messi byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður og kláraði leikinn með tveimur mörkum undir lokin. Julián Álvarez um Argentínumönnum í 1-0 á 13. mínútu og staðan var þannig þar til þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Messi til sinna ráða, skoraði eitt mark með skoti fyrir utan vítateig og annað beint úr aukaspyrnu.

„Við töpuðum með þremur mörkum og maður er aldrei ánægður með það. En ég held að úrslitin hafi ekki gefið rétta mynd af gangi mála,“ sagði Heimir eftir leikinn í New Jersey.

„Við spiluðum frábærlega sem lið í áttatíu mínútur. Við misstum einbeitinguna, það má ekki gerast og er það neikvæða. En þeir sköpuðu sér ekkert í áttatíu mínútur. Við vorum svolítið lengi að ná takti en eftir það var þetta gott.“

Heimir stýrir Jamaíku í annað sinn þegar liðið sækir Kamerún heim í vináttulandsleik 9. nóvember. Jamakíumenn eru ekki meðal þátttökuliða á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×