Rússneska kvikmyndaakademían sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að engin mynd yrði send frá þeim til Óskarsverðlaunanna í ár. Í samtali við rússnesku fréttaveituna Tass sagði Nikita Mikhalkov, leiðtogi sambands kvikmyndagerðarmanna í Rússlandi, að þjóðin græddi ekkert á því að taka þátt í hátíðinni.
„Fyrir mér snýst þetta um að velja mynd sem á að sýna hvernig Rússland og sýna hana í landi, sem þessa stundina neitar tilvist Rússlands,“ hefur The Guardian eftir Mikhalkov.
Rússar hafa einu sinni unnið á verðlaunahátíðinni og var það árið 1994 fyrir myndina Burnt by the Sun. Myndin var leikstýrið af téðum Mikhalkov.
Í kjölfar ákvörðunar akademíunnar sagði formaður nefndarinnar sem sér um Óskarstilnefningarnar af sér. Í bréfi sem einnig var birt af Tass sagði hann að ákvörðunin væri ólögleg og tekin án hans vitneskju. Hann hefur því sagt af sér sem formaður.