„Tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:00 Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U21 árs landsliðsins. Vísir/Diego Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Tékkum í dag, en úrslitin þýða að liðið missti af sæti á loka móti EM. Hann segist þó ótrúlega stoltur af sínu liði. „Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira