Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2022 13:23 Anna Dóra sagði af sér sem forseti FÍ og sakaði Tómas um að hafa beitt sér af hörku fyrir því að Helgi Jóhannesson lögfræðingur fengi að koma aftur til starfa hjá félaginu. Tómas segir Önnu Dóru snúa staðreyndum á hvolf. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Allt logar nú stafna á milli í FÍ en í morgun var greint frá því að Anna Dóra hafi sagt sig frá störfum sem forseti vegna óásættanlegra samskipta við stjórn félagsins. Stjórnin hefur hafnað ásökunum Önnu Dóru. Í langri yfirlýsingu lýsti Anna Dóra meðal annars því að Tómas, góðvinur Helga Jóhannessonar, sem fór frá félaginu í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti, hafi beitt sér fyrir því af hörku að Helgi fengi aftur að starfa fyrir félagið. „Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, hann aldrei óskað eftir slíku, enda nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins,“ segir Tómas nú. Tómas, sem er staddur í Nepal í göngu, segir að Helgi hafi sent erindi til stjórnar og óskað eftir því að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. „Taldi ég á stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.“ Tómas harmar það í hvaða farveg málið er komið í. „Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Félagasamtök MeToo Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Allt logar nú stafna á milli í FÍ en í morgun var greint frá því að Anna Dóra hafi sagt sig frá störfum sem forseti vegna óásættanlegra samskipta við stjórn félagsins. Stjórnin hefur hafnað ásökunum Önnu Dóru. Í langri yfirlýsingu lýsti Anna Dóra meðal annars því að Tómas, góðvinur Helga Jóhannessonar, sem fór frá félaginu í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti, hafi beitt sér fyrir því af hörku að Helgi fengi aftur að starfa fyrir félagið. „Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, hann aldrei óskað eftir slíku, enda nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins,“ segir Tómas nú. Tómas, sem er staddur í Nepal í göngu, segir að Helgi hafi sent erindi til stjórnar og óskað eftir því að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. „Taldi ég á stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.“ Tómas harmar það í hvaða farveg málið er komið í. „Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Félagasamtök MeToo Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34