UEFA rannsakar kynþáttaníð í garð finnsks landsliðsmanns Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 15:31 Glen Kamara tilkynnti um kynþáttaníð leikmanns Svartfjallalands. John Berry/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, rannsakar meint kynþáttaníð leikmanns Svartfjallalands í garð Glen Kamara, landsliðsmanns Finnlands í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Leikur gærkvöldsins var skrautlegur þar sem hann fór fram í gríðarmikilli bleytu og rigningu í Podgorica í Svartfjallalandi. Leikmann Svartfjallalands virðast hafa mætt blóðheitir til leiks og fengu að líta fimm gul spjöld á fyrstu 19 mínútum leiksins, þar af fékk Zarko Tomasevic að líta tvö og var vísað í sturtu eftir um stundarfjórðung. Það virðist ekki hafa verið einu brot þeirra svartfellsku í leiknum þar sem Glen Kamara, hörunddökkur miðjumaður finnska landsliðsins og Rangers í Skotlandi, kveðst hafa orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu ónefnds leikmanns andstæðingsins. Finnska knattspyrnusambandið hefur staðfest að UEFA sé með málið til skoðunar. Kamara varð fyrir kynþáttaníði frá Tékkanum Ondrej Kudela í leik Rangers og Slaviu Prag í mars í fyrra. Kudela hefur alfarið hafnað þeim ásökunum en var dæmdur í tíu leikja bann af UEFA fyrir rasíska hegðun. Finnland vann leik gærdagsins 2-0 og hafnaði í öðru sæti riðils liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar. Bosnía vann riðilinn með 11 stig og fer upp í A-deild en Svartfjallaland og Rúmenía luku bæði keppni með sjö stig. Rúmenía var með lakari markatölu og fellur í C-deild. Þjóðadeild UEFA Kynþáttafordómar UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Leikur gærkvöldsins var skrautlegur þar sem hann fór fram í gríðarmikilli bleytu og rigningu í Podgorica í Svartfjallalandi. Leikmann Svartfjallalands virðast hafa mætt blóðheitir til leiks og fengu að líta fimm gul spjöld á fyrstu 19 mínútum leiksins, þar af fékk Zarko Tomasevic að líta tvö og var vísað í sturtu eftir um stundarfjórðung. Það virðist ekki hafa verið einu brot þeirra svartfellsku í leiknum þar sem Glen Kamara, hörunddökkur miðjumaður finnska landsliðsins og Rangers í Skotlandi, kveðst hafa orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu ónefnds leikmanns andstæðingsins. Finnska knattspyrnusambandið hefur staðfest að UEFA sé með málið til skoðunar. Kamara varð fyrir kynþáttaníði frá Tékkanum Ondrej Kudela í leik Rangers og Slaviu Prag í mars í fyrra. Kudela hefur alfarið hafnað þeim ásökunum en var dæmdur í tíu leikja bann af UEFA fyrir rasíska hegðun. Finnland vann leik gærdagsins 2-0 og hafnaði í öðru sæti riðils liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar. Bosnía vann riðilinn með 11 stig og fer upp í A-deild en Svartfjallaland og Rúmenía luku bæði keppni með sjö stig. Rúmenía var með lakari markatölu og fellur í C-deild.
Þjóðadeild UEFA Kynþáttafordómar UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira