Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein.
Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni.
Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni.
#HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA
— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022
Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay.
Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum.
Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu.
Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022