Körfubolti

Harden segist hafa lést um 45 kg í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Harden kryddaði tilsvör sín varðandi þyngdartap sitt kannski verulega en hann virkar í mun betra ásigkomulagi en á síðasta tímabili.
James Harden kryddaði tilsvör sín varðandi þyngdartap sitt kannski verulega en hann virkar í mun betra ásigkomulagi en á síðasta tímabili. getty/Mitchell Leff

James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, æfði greinilega vel í sumar því hann greindi frá því á blaðamannafundi að hann hefði lést verulega mikið frá síðasta tímabili.

Talsvert hefur verið rætt um líkamlegt ástand Hardens undanfarin tvö ár en það þykir ekki sæma einum besta körfuboltamanni heims.

Harden hefur greinilega tekið sig taki og á blaðamannafundi sagðist hann hafa lést um hvorki meira né minna en 45 kg. Joel Embiid, stjörnumiðherji Sixers, sem sat við hlið Hardens á blaðamannafundinum skellti upp úr þegar samherji hans sagði frá þessu.

Þótt Harden hafi að öllum líkindum ýkt þyngdartap sitt verulega virðist hann vera mun léttari en á síðasta tímabili. Honum var skipt til Sixers frá Brooklyn Nets í febrúar í staðinn fyrir Ben Simmons.

Harden, sem er 33 ára, skoraði 21,0 stig, tók 7,1 frákast og gaf 10,5 stoðsendingar að meðaltali í 21 leik með Sixers á síðasta tímabili. Í úrslitakeppninni var hann með 18,6 stig, 5,7 fráköst og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×