Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2022 10:23 Óhætt er að segja að Snorri hafi komið veislugestum í opna skjöldu. Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Fyrir viku var haldin afar virðuleg og menningarleg samkoma, kvöldverður í bústað sendiherra Íslands í Austurríki, en tilefnið voru samsýningar og kynning á íslenskri list. Samkoman var eins fín og fínt getur orðið, eins menningarleg eins og menningarlegt getur orðið. Óhætt er að segja að Snorri hafi komið viðstöddum í opna skjöldu með atriði sínu. „Viðtökurnar voru blendnar því fólkið átti meira von á klassískum píanóleik. En nokkrir urðu himinlifandi og ánægðir,“ segir Snorri í samtali við Vísi. En hvernig skilgreinir hann atriði sitt, eru þetta tónleikar eða gjörningur? „Bæði. Eða, ég kalla þetta Vínartónleika. Þetta er píanó performance,“ segir Snorri. Viðburðurinn hefur verið birtur á YouTube og má sjá í heild sinni hér neðar. Vínartónleikar Snorra taka um 14 mínútur og, eins og stundum er sagt við myndskeið á netinu: „Wait for it!“ Snorra var boðið að koma fram við þetta tækifæri og var kynntur sem besti píanóleikari Evrópu. „Þarna voru hinir ýmsir sýningarstjórar og blaðamenn frá Austurríki ásamt listamönnum og sendiherranum Kristínu Árnadóttur sem stóð fyrir viðburðinum,“ segir Snorri og er harla ánægður með hvernig til tókst. Og þegar hefur verið fjallað um hinn menningarlega viðburð í austurísku pressunni. Lofsamlega. Menningarblaðamaður Die Presse er afar hrifinn af besta píanóleikara Evrópu.skjáskot „Já, Die Presse fjallaði um þetta. Mjög virtur blaðamaður sem þetta skrifaði,“ segir Snorri. Atriði hans hefur sem sagt vakið mikla og verðskuldaða athygli enda reif Snorri veisluna upp í áður óþekktar hæðir. „Já, heldur betur. Lífgaði upp á heldur steríla samkomuna.“ Í kjölfarið hefur Snorri verið pantaður sérstaklega í fleiri veislur, fleiri viðburði af þessu tagi þar sem hann mun koma fram sem besti píanóleikari í Evrópu. Austurríki Myndlist Tónlist Íslendingar erlendis Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fyrir viku var haldin afar virðuleg og menningarleg samkoma, kvöldverður í bústað sendiherra Íslands í Austurríki, en tilefnið voru samsýningar og kynning á íslenskri list. Samkoman var eins fín og fínt getur orðið, eins menningarleg eins og menningarlegt getur orðið. Óhætt er að segja að Snorri hafi komið viðstöddum í opna skjöldu með atriði sínu. „Viðtökurnar voru blendnar því fólkið átti meira von á klassískum píanóleik. En nokkrir urðu himinlifandi og ánægðir,“ segir Snorri í samtali við Vísi. En hvernig skilgreinir hann atriði sitt, eru þetta tónleikar eða gjörningur? „Bæði. Eða, ég kalla þetta Vínartónleika. Þetta er píanó performance,“ segir Snorri. Viðburðurinn hefur verið birtur á YouTube og má sjá í heild sinni hér neðar. Vínartónleikar Snorra taka um 14 mínútur og, eins og stundum er sagt við myndskeið á netinu: „Wait for it!“ Snorra var boðið að koma fram við þetta tækifæri og var kynntur sem besti píanóleikari Evrópu. „Þarna voru hinir ýmsir sýningarstjórar og blaðamenn frá Austurríki ásamt listamönnum og sendiherranum Kristínu Árnadóttur sem stóð fyrir viðburðinum,“ segir Snorri og er harla ánægður með hvernig til tókst. Og þegar hefur verið fjallað um hinn menningarlega viðburð í austurísku pressunni. Lofsamlega. Menningarblaðamaður Die Presse er afar hrifinn af besta píanóleikara Evrópu.skjáskot „Já, Die Presse fjallaði um þetta. Mjög virtur blaðamaður sem þetta skrifaði,“ segir Snorri. Atriði hans hefur sem sagt vakið mikla og verðskuldaða athygli enda reif Snorri veisluna upp í áður óþekktar hæðir. „Já, heldur betur. Lífgaði upp á heldur steríla samkomuna.“ Í kjölfarið hefur Snorri verið pantaður sérstaklega í fleiri veislur, fleiri viðburði af þessu tagi þar sem hann mun koma fram sem besti píanóleikari í Evrópu.
Austurríki Myndlist Tónlist Íslendingar erlendis Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira