„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:27 Snarvitlaust veður er víðsvegar á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent