Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 19:59 Björgunarsveitir eru í startholunum fyrir morgundaginn. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“ Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Sjá meira
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27