Bandaríkin leiða eftir annan hring forsetabikarsins Atli Arason skrifar 24. september 2022 10:37 Jordan Spieth og Justin Thomas unnu sína viðureign á örðum hring forsetabikarsins. Getty Images Lið Bandaríkjanna fylgdi á eftir góðum fyrsta hring gegn heimsúrvalinu með þremur vinningum á öðrum hring í forsetabikarnum í golfi í gær. Bandaríkin leiða nú með átta vinningum gegn tveimur fyrir þriðja hring sem hefst klukkan 11.00 í dag. Af viðureignunum fimm í gær voru tvær sem enduðu jafnar. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Cameron Young gerðu jafntefli við þá Mito Pereira og Christiaan Bezuidenhout, á sama tíma og Scottie Scheffler og Sam Burns gerðu jafntefli við Sungjae Im og Sebastián Muñoz hjá heimsúrvalinu. Jordan Spieth og Justin Thomas, frá Bandaríkjunum, áttu ekki í vandræðum með þá Adam Scott og Cam Davis frá Ástralíu. Spieth og Thomas unnu með tveimur höggum eftir 17 holur. Patrick Cantlay og Xander Schauffele þurftu heldur ekki allar 18 holurnar til að vinna sitt einvígi gegn Tom Kim og Hideki Matsuyama í liði heimsúrvalsins. Cantlay og Schauffele unnu með þremur höggum eftir 16 holur. Að lokum voru það Billy Horschel og Max Homa sem fullkomnuðu 3-0 sigur Bandaríkjanna á öðrum degi. Horschel og Homa unnu eins höggs sigur á Taylor Pendrith og Corey Conners eftir 18 holur. MAX HOMA FOR THE WIN!What a moment from @MaxHoma23 to secure the final match of the day @PresidentsCup. pic.twitter.com/bihHgY2M2P— PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2022 Bandaríkin leiða því einvígið 8-2 eftir tvo hringi. Fyrsta viðureign 3. hrings í dag er á milli þeirra Jordan Spieth og Justin Thomas gegn Corey Conners og Sungjae Im. Einvígið fer af stað klukkan 11.12 en bein útsending Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 11.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Tengdar fréttir Steinninn í liði með Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. 23. september 2022 13:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Af viðureignunum fimm í gær voru tvær sem enduðu jafnar. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Cameron Young gerðu jafntefli við þá Mito Pereira og Christiaan Bezuidenhout, á sama tíma og Scottie Scheffler og Sam Burns gerðu jafntefli við Sungjae Im og Sebastián Muñoz hjá heimsúrvalinu. Jordan Spieth og Justin Thomas, frá Bandaríkjunum, áttu ekki í vandræðum með þá Adam Scott og Cam Davis frá Ástralíu. Spieth og Thomas unnu með tveimur höggum eftir 17 holur. Patrick Cantlay og Xander Schauffele þurftu heldur ekki allar 18 holurnar til að vinna sitt einvígi gegn Tom Kim og Hideki Matsuyama í liði heimsúrvalsins. Cantlay og Schauffele unnu með þremur höggum eftir 16 holur. Að lokum voru það Billy Horschel og Max Homa sem fullkomnuðu 3-0 sigur Bandaríkjanna á öðrum degi. Horschel og Homa unnu eins höggs sigur á Taylor Pendrith og Corey Conners eftir 18 holur. MAX HOMA FOR THE WIN!What a moment from @MaxHoma23 to secure the final match of the day @PresidentsCup. pic.twitter.com/bihHgY2M2P— PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2022 Bandaríkin leiða því einvígið 8-2 eftir tvo hringi. Fyrsta viðureign 3. hrings í dag er á milli þeirra Jordan Spieth og Justin Thomas gegn Corey Conners og Sungjae Im. Einvígið fer af stað klukkan 11.12 en bein útsending Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 11.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Tengdar fréttir Steinninn í liði með Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. 23. september 2022 13:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Steinninn í liði með Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. 23. september 2022 13:00