Segir atvikið aðför að blaðamönnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. september 2022 21:06 Margréti var fylgt frá borði af lögreglu. VÍSIR/VILHELM, AÐSENT Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi. Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi.
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33