Guðlaugur Victor: Alltaf gott að spila með Aroni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:40 Guðlaugur Victor Pálsson var ánægður með sigurinn í dag. Getty/Alex Grimm Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í langan tíma er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í kvöld. „Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23
Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57