Guðlaugur Victor: Alltaf gott að spila með Aroni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:40 Guðlaugur Victor Pálsson var ánægður með sigurinn í dag. Getty/Alex Grimm Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í langan tíma er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í kvöld. „Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
„Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23
Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57