Ríkisstjórnin gekk út vegna samsæriskenninga umdeilds þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 10:44 Sigrid Kaag og samráðherrar hennar á leið úr þingsal í gær. EPA-EFE/BART MAAT Samsæriskenningar þar sem ýjað var að því að fjármálaráðherra Hollands væri njósnari á vegum vestrænna ríkja sem viðraðar voru í þingræðu í Hollandi í gær varð til þess að öll hollenska ríkisstjórnin gekk af þingfundi í mótmælaskyni. Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu. Holland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu.
Holland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira