„Boltinn lak bara í gegn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2022 20:20 Sandra Sigurðardóttir varði stórkostlega rétt áður en sigurmark Slavia Prag kom. vísir/vilhelm Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. „Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
„Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira