Gyða tók vítið sem Jasmín fiskaði: „Ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 15:31 Jasmín Erla Ingadóttir með boltann í leik gegn KR í sumar og Gyða Kristín Gunnarsdóttir í bakgrunn. Vísir/Hulda Margrét Aðeins einu marki munar á þeim Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur í baráttunni um gullskóinn í Bestu deild kvenna. Þær eru liðsfélagar í Stjörnunni og baráttan hertist eftir leik liðsins á mánudag. Stjarnan vann 2-0 sigur á Þrótti á mánudagskvöldið er 16. umferð deildarinnar kláraðist. Stjarnan heldur í vonina um Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti með 31 stig, aðeins tveimur frá Breiðabliki í öðru sæti. Efstu tvö sæti deildarinnar veita keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu að ári. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Stjarnan á leiki við Þór/KA og Keflavík en Breiðablik við Selfoss og Þrótt. Evrópubaráttan lifir en þá eru tveir leikmenn Stjörnunnar í baráttu um gullskóinn í deildinni. Jasmín Erla Ingadóttir er markahæst með tíu mörk en Gyða Kristín Gunnarsdóttir er aðeins marki á eftir henni með níu. Þar á eftir koma þær Sandra María Jessen í Þór/KA og Brenna Lovera í Selfossi með átta hvor. Klippa: Bestu mörkin: Baráttan um gullskóinn Athygli var vakin á því í Bestu mörkunum að Gyða Kristín skoraði níunda mark sitt úr vítaspyrnu í leiknum við Þrótt á mánudaginn var. Vítaspyrnuna fiskaði Jasmín, sú markahæsta, en lét Gyðu eftir að taka spyrnuna. „Ef að ég hefði fengið víti og staðan væri 10-8, ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta,“ segir markadrottningin Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna. „Harpa, þú hefðir gert það líka,“ bætti hún við og beindi orðum sínum að Hörpu Þorsteinsdóttur, fyrrum markahrók úr Stjörnunni. „Já, alveg örugglega,“ sagði Harpa snögglega og hló við. Brotið í aðdraganda vítaspyrnunnar, spyrnu Gyðu og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Stjarnan Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Stjarnan vann 2-0 sigur á Þrótti á mánudagskvöldið er 16. umferð deildarinnar kláraðist. Stjarnan heldur í vonina um Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti með 31 stig, aðeins tveimur frá Breiðabliki í öðru sæti. Efstu tvö sæti deildarinnar veita keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu að ári. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Stjarnan á leiki við Þór/KA og Keflavík en Breiðablik við Selfoss og Þrótt. Evrópubaráttan lifir en þá eru tveir leikmenn Stjörnunnar í baráttu um gullskóinn í deildinni. Jasmín Erla Ingadóttir er markahæst með tíu mörk en Gyða Kristín Gunnarsdóttir er aðeins marki á eftir henni með níu. Þar á eftir koma þær Sandra María Jessen í Þór/KA og Brenna Lovera í Selfossi með átta hvor. Klippa: Bestu mörkin: Baráttan um gullskóinn Athygli var vakin á því í Bestu mörkunum að Gyða Kristín skoraði níunda mark sitt úr vítaspyrnu í leiknum við Þrótt á mánudaginn var. Vítaspyrnuna fiskaði Jasmín, sú markahæsta, en lét Gyðu eftir að taka spyrnuna. „Ef að ég hefði fengið víti og staðan væri 10-8, ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta,“ segir markadrottningin Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna. „Harpa, þú hefðir gert það líka,“ bætti hún við og beindi orðum sínum að Hörpu Þorsteinsdóttur, fyrrum markahrók úr Stjörnunni. „Já, alveg örugglega,“ sagði Harpa snögglega og hló við. Brotið í aðdraganda vítaspyrnunnar, spyrnu Gyðu og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Stjarnan Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira