„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 10:00 Ýmir Örn Gíslason, Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson og Kristján Örn Kristjánsson glaðbeittir eftir sigur Íslands gegn Hollandi á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni. Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð. Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð.
Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira