„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 10:00 Ýmir Örn Gíslason, Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson og Kristján Örn Kristjánsson glaðbeittir eftir sigur Íslands gegn Hollandi á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni. Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð. Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð.
Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira