„Alveg hreinskilinn með að þetta hefur ekkert verið til umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 12:30 Kristján Örn Kristjánsson er algjör lykilmaður í liði PAUC. @pauchandballofficiel Kristján Örn Kristjánsson stefnir á að spila með liði í Meistaradeild Evrópu í handbolta og vill komast að hjá „stærra“ félagi þegar samningur hans við PAUC í Frakklandi rennur út sumarið 2024. Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira