Frítt á leik Vals í dag og tugir milljóna í boði Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 11:00 Það er mikið undir hjá Valskonum á Hlíðarenda í dag. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að segja að mikið sé undir hjá Valskonum í einvíginu við tékkneska liðið Slavia Prag sem hefst á Hlíðarenda í dag klukkan 17. Ókeypis aðgangur er að leiknum. Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira