Frítt á leik Vals í dag og tugir milljóna í boði Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 11:00 Það er mikið undir hjá Valskonum á Hlíðarenda í dag. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að segja að mikið sé undir hjá Valskonum í einvíginu við tékkneska liðið Slavia Prag sem hefst á Hlíðarenda í dag klukkan 17. Ókeypis aðgangur er að leiknum. Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira