Ljóst hvaða leið Ísland þyrfti að fara á EM og Rússar ekki með Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 17:00 Íslenska landsliðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í leik Ísraels og Albaníu og svo sigur gegn Albaníu 27. september. Það myndi tryggja liðið upp í A-deild Þjóðadeildarinnar, sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM, og öruggt sæti í umspili ef á þarf að halda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í dag hvernig undankeppni EM karla í fótbolta, sem fram fer árið 2024 í Þýskalandi, verður háttað. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira