„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 15:30 Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. mynd/Selfoss Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira