„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 15:30 Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. mynd/Selfoss Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira