„Ósköp fátt sem stoppar hana“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 14:31 Agla María Albertsdóttir gefur ungum aðdáendum landsliðsins eiginhandaráritun, eftir leikinn við Val á dögunum. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn