Geimmiðstöð skemmdist þegar Nanmadol gekk yfir Japan Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 08:50 Björgunarfólk og hermenn leita að aurskriðu sem féll í Mimata í Miyazaki-héraði í gær. AP/Kyodo News Tveir eru látnir og yfir hundrað slasaðir eftir að hitabeltislægðin Nanmadol gekk yfir Japan. Samgöngur eru í lamasessi og víða er rafmagnslaust eftir óveðrið. Þá urðu skemmdir á eldflaugaverksmiðju japönsku geimstofnunarinnar JAXA. Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar. Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar.
Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51
„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent