Geimmiðstöð skemmdist þegar Nanmadol gekk yfir Japan Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 08:50 Björgunarfólk og hermenn leita að aurskriðu sem féll í Mimata í Miyazaki-héraði í gær. AP/Kyodo News Tveir eru látnir og yfir hundrað slasaðir eftir að hitabeltislægðin Nanmadol gekk yfir Japan. Samgöngur eru í lamasessi og víða er rafmagnslaust eftir óveðrið. Þá urðu skemmdir á eldflaugaverksmiðju japönsku geimstofnunarinnar JAXA. Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar. Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar.
Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51
„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47