Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Atli Arason skrifar 20. september 2022 07:01 Isabella Ósk er leikmaður Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00