„Var ósáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik og bað liðið afsökunar í hálfleik“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. september 2022 21:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann 2-0 sigur á Þrótti í lokaleik 16. umferðar Bestu deildar kvenna. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú en fannst frammistaða Stjörnunnar ekki frábær. „Við byrjuðum leikinn svakalega illa og vorum lengi að komast í takt. Eftir fyrsta markið spiluðum við betur og áttum að skora strax í næstu sókn en klikkuðum á því,“ sagði Kristján og hélt áfram. „Í seinni hálfleik hefðum við átt að vera löngu búnar að skora annað mark áður en við fengum víti og það er furðulegt að líða eins og maður hafi spilað illa en við unnum 2-0.“ Kristjáni fannst frammistaðan á köflum ekki góð í fyrri hálfleik og bað sitt lið afsökunar í hálfleik. „Þróttur byrjaði leikinn með því að ráðast á varnarlínuna okkar. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þessu uppleggi. Ég var orðinn brjálaður á línunni en ég veit ekki hvort það skilaði einhverju en ég baðst afsökunar á því í hálfleik. Stelpurnar voru sammála mér þar sem það vantaði líf í þetta hjá okkur.“ „Þrátt fyrir 2-0 sigur vorum við heppnar að hafa ekki fengið á okkur mark og mögulega tapað stigum. Við upplifðum þetta þannig að við gerðum ótrúlega mörg mistök sem var óvenjulegt en það getur vel verið að þegar ég skoða leikinn á morgun að það var ekki þannig.“ Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar og níunda mark sitt í deildinni. Gyða hefur skorað einu marki minna en Jasmín Erla sem er markahæst í deildinni. „Það er flott samvinna milli þeirra og þær eru með ákveðið plan með hver fær að taka vítin til dæmis og í dag var það Gyða. Vonandi halda þær áfram að skora og önnur þeirra tekur gullskóinn en fyrst og fremst snýst þetta um að ná í sigur og þær vilja það meira en gullskó,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn svakalega illa og vorum lengi að komast í takt. Eftir fyrsta markið spiluðum við betur og áttum að skora strax í næstu sókn en klikkuðum á því,“ sagði Kristján og hélt áfram. „Í seinni hálfleik hefðum við átt að vera löngu búnar að skora annað mark áður en við fengum víti og það er furðulegt að líða eins og maður hafi spilað illa en við unnum 2-0.“ Kristjáni fannst frammistaðan á köflum ekki góð í fyrri hálfleik og bað sitt lið afsökunar í hálfleik. „Þróttur byrjaði leikinn með því að ráðast á varnarlínuna okkar. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þessu uppleggi. Ég var orðinn brjálaður á línunni en ég veit ekki hvort það skilaði einhverju en ég baðst afsökunar á því í hálfleik. Stelpurnar voru sammála mér þar sem það vantaði líf í þetta hjá okkur.“ „Þrátt fyrir 2-0 sigur vorum við heppnar að hafa ekki fengið á okkur mark og mögulega tapað stigum. Við upplifðum þetta þannig að við gerðum ótrúlega mörg mistök sem var óvenjulegt en það getur vel verið að þegar ég skoða leikinn á morgun að það var ekki þannig.“ Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar og níunda mark sitt í deildinni. Gyða hefur skorað einu marki minna en Jasmín Erla sem er markahæst í deildinni. „Það er flott samvinna milli þeirra og þær eru með ákveðið plan með hver fær að taka vítin til dæmis og í dag var það Gyða. Vonandi halda þær áfram að skora og önnur þeirra tekur gullskóinn en fyrst og fremst snýst þetta um að ná í sigur og þær vilja það meira en gullskó,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira