Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 11:31 Hannah Tillett lá á vellinum í tæpar fjórar mínútur eftir að hún meiddist en þá var ekki enn búið að finna til sjúkrabörur fyrir hana. Skjáskot/Stöð 2 Sport Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25