Púttaði frá sér sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:31 Svo nálægt, en samt svo langt í burtu. Mike Mulholland/Getty Images Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana. Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022 Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022
Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira