Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 10:26 Borgarbúar í San Juan á Púertó Ríkó húka inni í myrkrinu eftir að rafmagni sló út í fellibylnum Fíónu. Vísir/EPA Allir íbúar Karíbahafseyjarinnar Púertó Ríkó voru án rafmagns þegar fellibylurinn Fíóna gekk yfir hana í gær. Mikil flóð og aurskriður fylgdu bylnum sem var fyrsta stigs fellibylur. Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó. Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó.
Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12