Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 18. september 2022 21:22 Þær María og Harpa segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga til Lundúna til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. stöð 2/einar Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er stödd í Lundúnum og lýsti lýsti stemmningunni þar í borg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðbúnaður lögreglu er gríðarlegur og er búist við því að útförin slái öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín spjallaði einnig við samlanda sína og aðra sem höfðu beðið lengi í röð til að vitja drottningar. „Þetta var svolítil upplifun, mjög íburðamikið og magnað að sjá kistuna og krúnudjásnin ofan á. Það var verið að skipta um verði þegar ég kom þarna inn sem jók á sjónarspilið. Þannig það var bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Arnór Gunnar Gunnarsson, sagnfræðingur sem beið í þrettán og hálfan tíma áður en hann komst loks að líkkistu drottningar. „Það voru margir sem felldu tár, þetta var mjög tilfinningaþrungið,“ segir Arnór einnig. Harpa Hrund Berndsen og María Margrét Jóhannsdóttir segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga út til Lundúna þegar fregnir af andláti drottningar fóru að berast. „Við erum búnar að fylgjast með henni í gegnum tíðina,“ segir Harpa. Hún var ykkur kær, er það ekki? „Jú, við höfum verið að fylgjast með henni lengi og allri fjölskyldunni.“ Þær Harpa og María þurfa þó ekki að bíða í röð til að votta Elísabetu virðingu sína þar sem þær fengu nokkurs konar boðskort „Maður er nú með smá samviskubit að þurfa ekki að bíða í röð í þrettán klukkutíma og ég vona að það verði ekki baulað á okkur. En maður lætur sig hafa þetta,“ segir María að lokum. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Íslendingar erlendis England Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25 Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er stödd í Lundúnum og lýsti lýsti stemmningunni þar í borg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðbúnaður lögreglu er gríðarlegur og er búist við því að útförin slái öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín spjallaði einnig við samlanda sína og aðra sem höfðu beðið lengi í röð til að vitja drottningar. „Þetta var svolítil upplifun, mjög íburðamikið og magnað að sjá kistuna og krúnudjásnin ofan á. Það var verið að skipta um verði þegar ég kom þarna inn sem jók á sjónarspilið. Þannig það var bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Arnór Gunnar Gunnarsson, sagnfræðingur sem beið í þrettán og hálfan tíma áður en hann komst loks að líkkistu drottningar. „Það voru margir sem felldu tár, þetta var mjög tilfinningaþrungið,“ segir Arnór einnig. Harpa Hrund Berndsen og María Margrét Jóhannsdóttir segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga út til Lundúna þegar fregnir af andláti drottningar fóru að berast. „Við erum búnar að fylgjast með henni í gegnum tíðina,“ segir Harpa. Hún var ykkur kær, er það ekki? „Jú, við höfum verið að fylgjast með henni lengi og allri fjölskyldunni.“ Þær Harpa og María þurfa þó ekki að bíða í röð til að votta Elísabetu virðingu sína þar sem þær fengu nokkurs konar boðskort „Maður er nú með smá samviskubit að þurfa ekki að bíða í röð í þrettán klukkutíma og ég vona að það verði ekki baulað á okkur. En maður lætur sig hafa þetta,“ segir María að lokum. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Íslendingar erlendis England Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25 Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02
Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25
Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04