Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið kost á sér í embætti annars varaforseta Alþýðusambandsins. Rætt verður við Sólveigu Önnu í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Þá verður fjallað um heimsviðburðinn, útför Bretadrottningar, á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga munu koma saman á morgun og er talað um að viðburðurinn muni slá öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, verður í beinni og ræðir við Íslendinga sem fóru í röðina frægu til að sjá kistu drottningarinnar.

Í kvöldfréttum verður fjallað ítarlega um meint svindl í skákheiminum sem er afar umtalað og hefur valdið gífurlegri ólgu. Við höldum áfram að fjalla um öryggismyndavélar og persónuverndarsjónarmið - og hittum börnin á Krakkaborg í Flóahreppi sem fengu nýlega splunkunýtt gróðurhús.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunni og Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×