Telur her og lögreglu Mexíkó bera sök á fjöldamorðum á námsmönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. september 2022 14:31 Fjöldamótmæli í Mexíkóborg til að mótmæla hvarfi stúdentanna 43 og aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart málinu. Daniel Cardenas/GettyImages Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið hershöfðingja og tvo aðra háttsetta menn innan hersins fyrir aðild þeirra að hvarfi og fjöldamorði á 43 námsmönnum fyrir 8 árum. Í síðasta mánuði var fyrrverandi ríkissaksóknari landsins handtekinn fyrir sömu sakir. Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf. Mexíkó Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf.
Mexíkó Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira