Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 11:00 Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum. vísir/stöð 2/arnar Hjónin Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir giftu sig við hátíðlega athöfn á Flateyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnumótaforritið Tinder fyrir sex árum síðan en Glódís var sú fyrsta sem Steinþór „matsaði“ við á forritinu. „Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder. Ástin og lífið Tinder Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
„Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder.
Ástin og lífið Tinder Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira