Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Systkini frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Við ræðum við systkinin í fréttatímanum.

Þá tökum við stöðuna á stríðinu í Úkraínu og greinum frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum.

Við sýnum einnig myndir frá tilfinningaþrunginni minningarathöfn barnabarna Elísabetar Bretlandsdrottningar, sem vottuðu ömmu sinni virðingu sína í Westminster Hall síðdegis. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×