Vinícius mun ekki hætta að dansa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 11:30 Evrópu- og Spánarmeistarinn elskar að dansa. Angel Martinez/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Junior, einn albesti fótboltamaður heims í dag, hefur sagt að hann muni ekki hætta að fagna mörkum sínum að hætti hússins. Vinícius segir að „gleði svarta Brasilíumanna í Evrópu“ sé á bakvið gagnrýnina á fögnum hans. Umboðsmaðurinn Pedro Brava gagnrýndi fagnaðarlæti hins 22 ára gamla Vinícius nýverið í spænsku sjónvarpi. „Á Spáni þarftu að virða andstæðinginn og hætta að leika apa,“ sagði Brava og var í kjölfarið ásakaður um kynþáttafordóma. Hann hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi notað orðatiltæki á rangan hátt. „Sættu þig við það, virtu það. Sama hvað, ég mun ekki hætta,“ var svar Vinícius sem líkt og aðrir Brasilíumenn á undan honum virðist skemmta sér hvað best þegar hann fagnar mörkum. „Dansinn er ekki aðeins minn. Hann á rætur að rekja til Ronaldinho, Neymar, Lucas Paquetá, Antoine Griezmann, João Félix, brasilísks tónlistarfólks og samba dansara. Dansinn er til að fagna fjölbreytileika heimsins,“ sagði Vinícius um málið. Vai ter dança, drible, mas, acima de tudo, respeito. Na noite desta quinta-feira (15), nosso atleta @vinijr foi alvo de declarações racistas. A CBF se solidariza e reforça: #BailaViniJr. pic.twitter.com/Ri3EHqCkl5— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 16, 2022 „Þau segja að hamingja fari í taugarnar á þeim. Hamingja árangursríkra svartra Brasilíumanna í Evrópu virðist pirra þau mun meira,“ sagði framherjinn að endingu en Real Madríd hefur hótað að lögsækja alla þá sem gerast sekir að kynþáttafordómum í garð leikmanna liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Umboðsmaðurinn Pedro Brava gagnrýndi fagnaðarlæti hins 22 ára gamla Vinícius nýverið í spænsku sjónvarpi. „Á Spáni þarftu að virða andstæðinginn og hætta að leika apa,“ sagði Brava og var í kjölfarið ásakaður um kynþáttafordóma. Hann hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi notað orðatiltæki á rangan hátt. „Sættu þig við það, virtu það. Sama hvað, ég mun ekki hætta,“ var svar Vinícius sem líkt og aðrir Brasilíumenn á undan honum virðist skemmta sér hvað best þegar hann fagnar mörkum. „Dansinn er ekki aðeins minn. Hann á rætur að rekja til Ronaldinho, Neymar, Lucas Paquetá, Antoine Griezmann, João Félix, brasilísks tónlistarfólks og samba dansara. Dansinn er til að fagna fjölbreytileika heimsins,“ sagði Vinícius um málið. Vai ter dança, drible, mas, acima de tudo, respeito. Na noite desta quinta-feira (15), nosso atleta @vinijr foi alvo de declarações racistas. A CBF se solidariza e reforça: #BailaViniJr. pic.twitter.com/Ri3EHqCkl5— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 16, 2022 „Þau segja að hamingja fari í taugarnar á þeim. Hamingja árangursríkra svartra Brasilíumanna í Evrópu virðist pirra þau mun meira,“ sagði framherjinn að endingu en Real Madríd hefur hótað að lögsækja alla þá sem gerast sekir að kynþáttafordómum í garð leikmanna liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira