Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. september 2022 20:22 SÍK segja ráðherra fara með rangt mál. Getty/Vuk Ostojic Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum. Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10