Fótbolti

Beck­ham beið í þrettán klukku­stundir til að geta vottað virðingu sína

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísabet II Bretadrottning og David Beckham.
Elísabet II Bretadrottning og David Beckham. John Stillwell/Getty Images

David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, beið röð í þrettán klukkustundir til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína.

Beckham var meðal þeirra Breta sem hafa nú beðið í löngum röðum til þess að votta drottningunni virðingu sína en Elísabet lést 96 ára að aldri þann 8. september síðastliðinn.

Beckham, sem var án efa ein skærasta stjarna síns tíma er hann lék með Manchester United og svo Real Madríd, Los Angeles Galaxy, AC Milan og París Saint-Germain, ræddi við fjölmiðla á meðan hann beið í röðinni.

„Í smá stund,“ svaraði Beckham brosandi aðspurður hvað hann hefði beðið lengi. Eftir að hafa vottað virðingu sína þá ræddi hann aftur við blaðamenn Sky Sports. Hann sagði að um sorgardag væri að ræða en Beckham hitti Elísabetu II oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Árið 2003 sæmdi hún hannOBE-orðu Bretlands.

„Við viljum öll vera hérna, við viljum öll fagna ótrúlegri ævi drottningar okkar. Ég held að dagur eins og dagur í sé eitthvað sem fólk á að upplifa í sameiningu,“ sagði Beckham einnig en hann hefði getað fengið að sleppa við röðina til að komast fyrr inn en ákvað að gera það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×