Segir 98 milljarða rafeldsneytisverkefni á Reyðarfirði fullfjármagnað
Fyrirhuguð ammoníakverksmiðja við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði er fullfjármögnuð og viðræður um lóð standa nú yfir við bæjaryfirvöld á svæðinu. Þetta staðfestir Magnús Bjarnason hjá MAR Advisors, sem gætt hefur hagsmuna danska fjárfestingasjóðsins Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hér á landi.