Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 22:12 Orban hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans. Getty/Gruber Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 81 prósent þingfulltrúa Evrópuþings greiddu atkvæði með ályktuninni, sem hefur aðeins táknrænt gildi. Í ályktuninni kom meðal annars fram að ríkisstjórnin í Ungverjalandi mætti líkja við einræði, ef litið er til grundvallarhugmynda um lýðræði og mannréttindi. Ungverjaland stendur í ströngu við að sannfæra Evrópusambandið um margra milljarða fjárstyrk vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er einnig talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögu um að minnka fyrirhugaðan fjárstyrk vegna uppbyggingu innviða og efnahags um 70 prósent. Ríkið fær frest fram í nóvember til að leggja fram frumvarp, sem á að sporna gegn spillingu í landinu. Nokkrir þingmenn Evrópuþings hafa lýst yfir áhyggjum af því að Evrópusambandið muni gera of vægar kröfur til ríkisstjórnar Ungverjalands, að því segir í frétt Guardian. Orban hefur verið forsætisráðherra í Ungverjalandi síðan árið 2010. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Fyrr á árinu sagði náinn ráðgjafi Orbans upp eftir umdeilda ræðu sem forsætisráðherrann hélt, en ráðgjafinn sagði ræðuna hafa verið nasíska. Forsætisráðherrann hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25 Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36 Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
81 prósent þingfulltrúa Evrópuþings greiddu atkvæði með ályktuninni, sem hefur aðeins táknrænt gildi. Í ályktuninni kom meðal annars fram að ríkisstjórnin í Ungverjalandi mætti líkja við einræði, ef litið er til grundvallarhugmynda um lýðræði og mannréttindi. Ungverjaland stendur í ströngu við að sannfæra Evrópusambandið um margra milljarða fjárstyrk vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er einnig talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögu um að minnka fyrirhugaðan fjárstyrk vegna uppbyggingu innviða og efnahags um 70 prósent. Ríkið fær frest fram í nóvember til að leggja fram frumvarp, sem á að sporna gegn spillingu í landinu. Nokkrir þingmenn Evrópuþings hafa lýst yfir áhyggjum af því að Evrópusambandið muni gera of vægar kröfur til ríkisstjórnar Ungverjalands, að því segir í frétt Guardian. Orban hefur verið forsætisráðherra í Ungverjalandi síðan árið 2010. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Fyrr á árinu sagði náinn ráðgjafi Orbans upp eftir umdeilda ræðu sem forsætisráðherrann hélt, en ráðgjafinn sagði ræðuna hafa verið nasíska. Forsætisráðherrann hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25 Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36 Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25
Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35