Stofna minningarsjóð Gunnars Karls Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 16:07 Gunnar Karl lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Rizza Fay Elíasdóttir Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks. Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1 (NF1) sem kallast taugatrefjaæxlager á íslensku. Einn af hverjum 4.500 einstaklingum fá þennan sjúkdóm en hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Sjúkdómurinn lagðist afar þungt á Gunnar Karl. Gunnar Karl þurfti að fara í fjölda aðgerða á ævi sinni, meðal annars á fótum, hrygg og mjöðm en þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur hans tekinn af við hné. Rætt var við Gunnar Karl um aðgerðina og árin fram að henni í Ísland í dag árið 2014. Gunnar Karls var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðs fólks og var afar virkur í háskólapólitíkinni. Þar var hans helsta baráttumál bætt aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Í samtali við fréttastofu segir Hrefna Haraldsdóttir, systir Gunnars Karls, að með stofnun sjóðsins vilji fjölskylda hans halda helsta baráttumáli Gunnars Karls á lofti. Einstaklingar með fötlun geta sótt um styrk í sjóðinn vegna náms, tómstunda, íþróttaiðkunar eða annarra málefna sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, en hann var einn þeirra sem fór tíu kílómetra í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2017 til styrktar Gunnari Karli. Hægt er að lesa nánar um sjóðinn á heimasíðunni gunnarkarl.is. Þar er einnig hægt að sækja um styrki úr sjóðnum. Minningarsjóður Gunnars Karls Haraldssonar: Kennitala: 480922-0500 Reikningsnúmer: 0582-14-250994 Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22 Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14 Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Sjá meira
Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1 (NF1) sem kallast taugatrefjaæxlager á íslensku. Einn af hverjum 4.500 einstaklingum fá þennan sjúkdóm en hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Sjúkdómurinn lagðist afar þungt á Gunnar Karl. Gunnar Karl þurfti að fara í fjölda aðgerða á ævi sinni, meðal annars á fótum, hrygg og mjöðm en þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur hans tekinn af við hné. Rætt var við Gunnar Karl um aðgerðina og árin fram að henni í Ísland í dag árið 2014. Gunnar Karls var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðs fólks og var afar virkur í háskólapólitíkinni. Þar var hans helsta baráttumál bætt aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Í samtali við fréttastofu segir Hrefna Haraldsdóttir, systir Gunnars Karls, að með stofnun sjóðsins vilji fjölskylda hans halda helsta baráttumáli Gunnars Karls á lofti. Einstaklingar með fötlun geta sótt um styrk í sjóðinn vegna náms, tómstunda, íþróttaiðkunar eða annarra málefna sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, en hann var einn þeirra sem fór tíu kílómetra í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2017 til styrktar Gunnari Karli. Hægt er að lesa nánar um sjóðinn á heimasíðunni gunnarkarl.is. Þar er einnig hægt að sækja um styrki úr sjóðnum. Minningarsjóður Gunnars Karls Haraldssonar: Kennitala: 480922-0500 Reikningsnúmer: 0582-14-250994
Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22 Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14 Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Sjá meira
Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22
Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14