Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2022 10:29 Athöfnin mun fara fram á ensku. Vísir/Vilhelm Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51
Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30