Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 09:31 Erling Haaland skorar hér markið stórglæsilega. Getty Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. Það var nóg um að vera í Meistaradeildinni og má þar nefna óvænt jafntefli Chelsea gegn Salzburg í fyrsta leiknum undir stjórn Grahams Potter, mikið vítadrama í Skotlandi og frumraun hins 19 ára Ísaks Bergmanns Jóhannessonar í sterkustu félagsliðakeppni heims. Þá skoruðu Messi, Neymar og Mbappé allir fyrir PSG í Ísrael. Úrslitin í gær: AC Milan 3-1 Dinamo Zagreb Shaktar 1-1 Celtic Rangers 0-3 Napoli Chelsea 1-1 Salzburg Real Madrid 2-0 Leipzig Man. City 2-1 Dortmund FCK 0-0 Sevilla Juventus 1-2 Benfica Maccabi Haifa 1-3 PSG Stórleikur kvöldsins var í Manchester þar sem heimamenn unnu 2-1 sigur gegn Dortmund. Jude Bellingham kom Dortmund yfir með frábæru skallamarki og lengi vel virtist það ætla að duga Dortmund. John Stones jafnaði hins vegar metin með þrumuskoti utan teigs, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá var enn tími fyrir Erling Haaland til að skora stórbrotið sigurmark eftir fyrirgjöf frá Joao Cancelo en báðar spyrnurnar voru utanfótar. Haaland fagnaði þó ekki markinu, gegn sínu gamla liði. Klippa: Hápunktar úr leik Man. City og Dortmund Chelsea náði aðeins 1-1 jafntefli við austurríska liðið Salzburg, eftir tap gegn Dinamo Zagreb í fyrsta leik. Raheem Sterling kom Chelsea yfir með snotru marki en Salzburg jók á vandræði Chelsea með jöfnunarmarki Noah Okafor korteri fyrir leikslok. Ekki beinlínis úrslitin sem Graham Potter vildi í fyrsta leik sínum sem stjóri Chelsea. Klippa: Hápunktar úr leik Chelsea og Salzburg Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður, en engum tókst að skora þegar liðið gerði jafntefli við Sevilla á Parken. Þrjú góð færi litu þó dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Klippa: Hápunktar úr leik FCK og Sevilla Real Madrid var lengi að skora gegn Leipzig en að lokum unnu meistararnir 2-0 sigur. Federico Valverde og Marco Asensio skoruðu mörk Real en það seinna var afar snoturt. Klippa: Hápunktar úr leik Real Madrid og Leipzig Juventus tapaði gegn Benfica á heimavelli, 2-1. Arkadiusz Milik kom Juventus yfir með skalla en Benfica jafnaði metin úr vítaspyrnu Joao Mario og komst yfir snemma í seinni hálfleik eftir þunga sókn, með marki David Neres. Bremer fékk dauðafæri til að tryggja Juventus stig í lokin en skaut yfir. Klippa: Hápunktar úr leik Juventus og Benfica AC Milan vann Dinamo Zagreb 3-1. Olivier Giroud kom AC Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks, með marki úr vítaspyrnu, og Alexis Saelemaekers bætti við skallamarki í byrjun seinni hálfleiks. Mislav Orsic gaf Dinamo von en Tommaso Pobega innsiglaði sigur Milan með föstu skoti í slá og inn. Klippa: Hápunktar úr leik AC Milan og Dinamo Zagreb Það var nóg að gerast í leik Rangers og Napoli þar sem gestirnir unnu þó að lokum 3-0 sigur. Napoli fékk víti eftir klukkutíma leik, spyrnu sem þurfti svo að endurtaka, en í bæði skiptin varði Allan McGregor í marki Rangers sem þó missti þá James Sands af velli með rautt spjald. McGregor náði hins vegar ekki að verja víti skömmu síðar þegar Matteo Politano kom Napoli yfir, og varamennirnir Giacomo Raspadori og Tanguy Ndombélé innsigluðu svo sigur Napoli í lokin. Klippa: Hápunktar úr leik Rangers og Napoli Shaktar Donetsk og Celtic gerðu svo 1-1 jafntefli í Varsjá í Póllandi. Celtic komst yfir með sjálfsmarki en Mykhailo Mudryk jafnaði metin fyrir Shaktar. Shaktar virtist svo hafa komist yfir en markið var dæmt af vegna naumrar rangstöðu. Klippa: Hápunktar úr leik Shaktar og Celtic Loks vann PSG 3-1 útisigur gegn Maccabi Haifa þar sem þeir Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé skoruðu allir. Klippa: Hápunktar úr leik Maccabi og PSG Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Sjá meira
Það var nóg um að vera í Meistaradeildinni og má þar nefna óvænt jafntefli Chelsea gegn Salzburg í fyrsta leiknum undir stjórn Grahams Potter, mikið vítadrama í Skotlandi og frumraun hins 19 ára Ísaks Bergmanns Jóhannessonar í sterkustu félagsliðakeppni heims. Þá skoruðu Messi, Neymar og Mbappé allir fyrir PSG í Ísrael. Úrslitin í gær: AC Milan 3-1 Dinamo Zagreb Shaktar 1-1 Celtic Rangers 0-3 Napoli Chelsea 1-1 Salzburg Real Madrid 2-0 Leipzig Man. City 2-1 Dortmund FCK 0-0 Sevilla Juventus 1-2 Benfica Maccabi Haifa 1-3 PSG Stórleikur kvöldsins var í Manchester þar sem heimamenn unnu 2-1 sigur gegn Dortmund. Jude Bellingham kom Dortmund yfir með frábæru skallamarki og lengi vel virtist það ætla að duga Dortmund. John Stones jafnaði hins vegar metin með þrumuskoti utan teigs, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá var enn tími fyrir Erling Haaland til að skora stórbrotið sigurmark eftir fyrirgjöf frá Joao Cancelo en báðar spyrnurnar voru utanfótar. Haaland fagnaði þó ekki markinu, gegn sínu gamla liði. Klippa: Hápunktar úr leik Man. City og Dortmund Chelsea náði aðeins 1-1 jafntefli við austurríska liðið Salzburg, eftir tap gegn Dinamo Zagreb í fyrsta leik. Raheem Sterling kom Chelsea yfir með snotru marki en Salzburg jók á vandræði Chelsea með jöfnunarmarki Noah Okafor korteri fyrir leikslok. Ekki beinlínis úrslitin sem Graham Potter vildi í fyrsta leik sínum sem stjóri Chelsea. Klippa: Hápunktar úr leik Chelsea og Salzburg Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður, en engum tókst að skora þegar liðið gerði jafntefli við Sevilla á Parken. Þrjú góð færi litu þó dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Klippa: Hápunktar úr leik FCK og Sevilla Real Madrid var lengi að skora gegn Leipzig en að lokum unnu meistararnir 2-0 sigur. Federico Valverde og Marco Asensio skoruðu mörk Real en það seinna var afar snoturt. Klippa: Hápunktar úr leik Real Madrid og Leipzig Juventus tapaði gegn Benfica á heimavelli, 2-1. Arkadiusz Milik kom Juventus yfir með skalla en Benfica jafnaði metin úr vítaspyrnu Joao Mario og komst yfir snemma í seinni hálfleik eftir þunga sókn, með marki David Neres. Bremer fékk dauðafæri til að tryggja Juventus stig í lokin en skaut yfir. Klippa: Hápunktar úr leik Juventus og Benfica AC Milan vann Dinamo Zagreb 3-1. Olivier Giroud kom AC Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks, með marki úr vítaspyrnu, og Alexis Saelemaekers bætti við skallamarki í byrjun seinni hálfleiks. Mislav Orsic gaf Dinamo von en Tommaso Pobega innsiglaði sigur Milan með föstu skoti í slá og inn. Klippa: Hápunktar úr leik AC Milan og Dinamo Zagreb Það var nóg að gerast í leik Rangers og Napoli þar sem gestirnir unnu þó að lokum 3-0 sigur. Napoli fékk víti eftir klukkutíma leik, spyrnu sem þurfti svo að endurtaka, en í bæði skiptin varði Allan McGregor í marki Rangers sem þó missti þá James Sands af velli með rautt spjald. McGregor náði hins vegar ekki að verja víti skömmu síðar þegar Matteo Politano kom Napoli yfir, og varamennirnir Giacomo Raspadori og Tanguy Ndombélé innsigluðu svo sigur Napoli í lokin. Klippa: Hápunktar úr leik Rangers og Napoli Shaktar Donetsk og Celtic gerðu svo 1-1 jafntefli í Varsjá í Póllandi. Celtic komst yfir með sjálfsmarki en Mykhailo Mudryk jafnaði metin fyrir Shaktar. Shaktar virtist svo hafa komist yfir en markið var dæmt af vegna naumrar rangstöðu. Klippa: Hápunktar úr leik Shaktar og Celtic Loks vann PSG 3-1 útisigur gegn Maccabi Haifa þar sem þeir Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé skoruðu allir. Klippa: Hápunktar úr leik Maccabi og PSG Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í gær: AC Milan 3-1 Dinamo Zagreb Shaktar 1-1 Celtic Rangers 0-3 Napoli Chelsea 1-1 Salzburg Real Madrid 2-0 Leipzig Man. City 2-1 Dortmund FCK 0-0 Sevilla Juventus 1-2 Benfica Maccabi Haifa 1-3 PSG
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Sjá meira