Fyrrum Samherjaskip í árekstri undan ströndum Namibíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2022 15:56 Rannsókn er hafin á tildrögum óhappsins sem varð í skjóli nætur. Mildi þykir að tæplega 170 sjómenn hafi ekki stórslasast þegar tvö skip, Tutungeni (sem áður hét Heinaste) og Erica rákust saman í svartaþoku við strendur Namibíu. 140 manna áhöfn var um borð í hrossamakríl frystitogaranum Tutungeni en togarinn hét áður Heinaste en hlaut nafnbreytingu eftir kaup Tunacor fisheries. Peya Hitula, framkvæmdastjóri Tunacor, sem gerir út Tutungeni, staðfestir í samtali við The Namibian að óheppilegt slys hefði orðið í svartaþoku í skjóli nætur. Skipin hafi þó blessunarlega ekki verið á hraðri siglingu þegar óhappið varð. „Áhafnir á hvoru skipi fyrir sig er heilar á húfi og ekkert manntjón varð. Það er hægt að gera við skemmda skipið,“ bætir Hitula við en á annarri hlið Tutungeni togarans er stærðarinnar gat eftir áreksturinn. Rannsókn á tildrögum óhappsins er hafin. Yfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste, nú Tutungeni, í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu eða í nóvember 2019. Í lok árs 2020 afléttu namibísk yfirvöld kyrrsetningu og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem rekið er í Namibíu. Heinaste komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV, Kjarnans og Kveiks um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna til landsins að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02 Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
140 manna áhöfn var um borð í hrossamakríl frystitogaranum Tutungeni en togarinn hét áður Heinaste en hlaut nafnbreytingu eftir kaup Tunacor fisheries. Peya Hitula, framkvæmdastjóri Tunacor, sem gerir út Tutungeni, staðfestir í samtali við The Namibian að óheppilegt slys hefði orðið í svartaþoku í skjóli nætur. Skipin hafi þó blessunarlega ekki verið á hraðri siglingu þegar óhappið varð. „Áhafnir á hvoru skipi fyrir sig er heilar á húfi og ekkert manntjón varð. Það er hægt að gera við skemmda skipið,“ bætir Hitula við en á annarri hlið Tutungeni togarans er stærðarinnar gat eftir áreksturinn. Rannsókn á tildrögum óhappsins er hafin. Yfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste, nú Tutungeni, í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu eða í nóvember 2019. Í lok árs 2020 afléttu namibísk yfirvöld kyrrsetningu og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem rekið er í Namibíu. Heinaste komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV, Kjarnans og Kveiks um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna til landsins að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02 Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02
Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“